Markaðskönnun nr. 220615

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur í hyggju að taka á leigu 8.000-20.000 fermetra nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem áformað er að nýta undir ýmsar stofnanir ríkisins. Um markaðskönnun er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti.

Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir (FSRE) hefur í hyggju að taka á leigu 8.000-20.000 fermetra nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem áformað er að nýta undir ýmsar stofnanir ríkisins. Um markaðskönnun er að ræða og felur hún ekki í sér loforð um viðskipti.

  • Miðað er við að taka á leigu húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 12-18 mánaða frá undirritun leigusamnings. Til greina kemur að afhenda að lágmarki 4.000 fermetra innan 12 mánaða og afganginn samkvæmt samkomulagi.
  • Gert er ráð fyrir að leigutími verði 15-25 ár auk mögulegrar framlengingar.
  • Gerð er krafa um staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, í nálægð við stofnbrautir, almenningssamgöngur og aðra skrifstofu- og þjónustustarfsemi.

Þess er óskað að þeir aðilar sem telja sig uppfylla ofangreindar kröfur og hafa áhuga á þátttöku í markaðskönnuninni yfirfari gögn fyrir umsókn sem má finna hér neðar á síðunni. Aðilar eru beðnir um nýta Excel sniðmát til  að færa upplýsingar inn í .

Fyrirspurnir varðandi markaðskönnun þessa skulu berast á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is. Fyrirspurnarfrestur rennur út 15. júlí nk. 

Þeir aðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í markaðskönnun þessari og skila inn umbeðnum gögnum skulu senda tölvupóst þess efnis á leiguhusnaedi@fsre.is eigi síðar en 2. ágúst nk. 

Gögn fyrir umsókn