Þjónusta við leigutaka

FSRE útvegar, aðlagar og heldur utan um leiguhúsnæði fyrir ráðuneyti og stofnanir. Um er að ræða húsnæði í eigu ríkisins og einkaaðila. Við sjáum einnig um þjónustu við leigutaka jarða í eigu ríkisins.

Leiguþjónusta FSRE veitir leigutökum ýmsa þjónustu sem varðar meðal annars viðhald og breytingar á aðstöðu.


Leiguþjónusta FSRE

  • Innan Leiguþjónustu FSRE eru tvær deildir; Leigutorg og Viðhaldsþjónusta.
  • Hlutverk Leiguþjónustu FSRE er tvíþætt:
  • Reka viðeigandi aðstöðu fyrir ríkisaðila með hagkvæmni og gæði að leiðarljósi
  • Að leita í samstarfi við önnur svið FSRE leiða til að hámarka nýtingu eigna og þróa aðstöðu ríkisaðila til að auka skilvirkni í þjónustu hins opinbera við borgarana

Kallar starfsemin á breytta aðstöðu?

Breytingar í starfsemi hins opinbera geta verið örar. Hnikanir á starfsmannahaldi eða hlutverki geta kallað á nýjar húsnæðisþarfir. 

Lesa meira