Skipurit

FSR og Ríkiseignir sameinuðust haustið 2021. Í kjölfar stefnumótunarvinnu var unnið nýtt skipurit fyrir sameinaða stofnun sem tók gildi 1. desember 2021.  Með því er skapaður heildstæður rammi um fasteigna og framkvæmdamál ríkisins sem ætlað er að stuðla að aukinni yfirsýn, bættri nýtingu eigna og auknu virði fyrir notendur aðstöðu

Í nýju skipuriti eru þrjú kjarnasvið:

  • Leiguþjónusta er tenging við notendur húsnæðis og jarða í eigu ríkisins. 
  • Eigna- og aðstöðustýring fer með stefnumörkun og gerð langtímaáætlana um fjárfestingar.
  • Þróun og framkvæmdir fer með umsjón fjárfestingarverkefna á þróunar- og framkvæmdastigi. 

Skipurit-web

Nánar um einingar innan skipurits

Leiguþjónusta er þjónustusvið sem hefur umsjón með útleigu, rekstri og viðhaldi húsnæðis og jarða innan eignasafns FSRE

Markmið sviðsins er að tryggja vandaða og hentuga aðstöðu fyrir ýmsa þjónustu ríkisins og hámarka þannig ánægju notenda aðstöðu. Samhliða keppir sviðið að því að auka samlegð og samnýtingu húsnæðis til að lágmarka aðstöðukostnað ríkisins.

Sviðið skiptist í tvær deildir:

  • Leigutorg fer með gerð leigu- og afnotasamninga vegna húsnæðis og jarða Það er fyrsti viðkomustaður þegar leigutaki telur að núverandi aðstaða þjóni ekki starfseminni. Deildin hefur eftirfylgni með leigusamningum, nýtingu aðstöðu og veitir ráðgjöf um aðstöðutengdar lausnir og þjónustu sem stuðla að aukinni skilvirkni í starfsemi ríkisaðila. Deildarstjóri er Kristján Sveinlaugsson.
  • Viðhalds- og aðstöðuþjónusta hefur umsjón með daglegum rekstri og viðhaldi húsnæðis, aðstöðu og tæknikerfa í samræmi við ákvæði leigu- og þjónustsamninga. Deildin sér um útboð og eftirfylgni þjónustusamninga vegna reksturs og viðhalds og þróun aðstöðuþjónustu sem stuðlað getur að aukinni skilvirkni í starfsemi ríkisaðila. Þá kemur deildin að mati og undirbúningi stærri viðhalds- og endurbótaverkefna í samvinnu með öðrum sviðum. Deildarstjóri er Guðbjartur Einarsson

 Framkvæmdastjóri Leiguþjónustu er Guðmundur Arason.

Eigna- og aðstöðustýring er fjárfestingasvið sem stýrir eignasafni FSRE og fjáfestingum þess og sinnir stefnumörkun um starfsaðstöðu ríkisaðila

Markmið sviðsins er að hámarka ávinning af fasteignum FSRE með skilvirkri nýtingu og notkun eigna, lækkum heildarkostnaðar og minnkun umhverfisáhrifa eignasafnsins, samhliða því að auka gæði safnsins.

  • Sviðið ber ábyrgð á rekstri og arðsemi eignasafnsins, stefnumörkun og eftirfylgni fjárfestinga og ákvörðun leigu og afgjalda. Sviðið mun losa um fjárbindingu í eignum sem ekki nýtast í rekstri ríkisins og hafa ekki verndargildi í samræmi við eignastefnur fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Jafnframt gegnir sviðið ráðgefandi hlutverki gagnvart ráðuneytinu vegna fjárfestinga utan eignasafns FSRE.
  • Sviðið fer með ráðgjafar- og umsjónarhlutverk vegna eigna utan eignasafns FSRE á stigi frumathugana, gerð umsagna til Samstarfsnefndar um opinberrar framkvæmdir og útgáfu skilamata á grundvelli laga um skipan opinberra framkvæmda.

Sigurður Arnar Jónsson er  framkvæmdastjóri Eigna- og aðstöðustýringar .

Þróun og framkvæmdir er þjónustusvið sem hefur umsjón með þróunar- og framkvæmdastigi fjárfestingaverkefna innan og utan eignasafns FSRE fyrir hönd ríkisins

Markmið sviðsins er að þróa og afla hagkvæmra, umhverfisvænna og verkefnamiðaðra aðstöðulausna sem styðja við skilvirkni og gæði í opinberri þjónustu innan sem utan eignasafns FSRE.

  • Sviðið hefur umsjón með fjárfestingaverkefnum innan eignasafns FSRE á stigi hönnunar og framkvæmda, hvort sem um er að ræða nýbyggingar, endurbætur eða eftirfylgni hönnunar og framkvæmda á vegum ytri leigusala. Þá veitir það öðrum sviðum FSRE stoðþjónustu vegna þarfagreininga og ástandsmats eigna.
  • Sviðið fer með ráðgjafar- og umsjónarhlutverk varðandi fasteignir ríkisins utan eignasafns FSRE á stigi áætlunargerðar og verklegra framkvæmda á grundvelli laga um skipan opinberra framkvæmda. Jafnframt veitir það Eigna- og aðstöðustýringu stoðþjónustu vegna frumathugana sem unnar eru á grundvelli sömu laga.

Sviðið skiptist í þrjár deildir en hver þeirra byggir á sérhæfingu í ólíkum tegundum aðstöðu.

  • Skrifstofuhúsnæði og VMV er þekkingarmiðja ríkisins í þróun skrifstofuhúsnæðis og innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis í starfsemi ríkisaðila. Deildarstjóri er Guðrún Vala Davíðsdóttir.
  • Sérhæft húsnæði fer með uppbyggingu og endurbætur sérhæfðs húsnæðis s.s. menntastofnana, menningaraðstöðu, heilbrigðisstarfsemi og löggæslu. Deildin heyrir beint undir framkvæmdastjóra Þröst Söring.
  • Náttúra og innviðir fer með uppbyggingu innviða og aðstöðu í náttúru Íslands s.s. á friðlýstum svæðum og vegna ofanflóðavarna. Deildarstjóri er Örn Baldursson.

Framkvæmdastjóri Þróunar og framkvæmda er Þröstur Söring.

Fjármál og stafrænir innviðir er stoðsvið sem heldur utan um reikningshald, stafræna innviði og starfsmannamál stofnunarinnar

Sviðið skiptist í tvær deildir:

  • Reikningshald og fjárreiður hefur umsjón með stjórnun fjármála í samræmi við fjárlög og fjárheimildir stofnunarinnar. Deildin hefur umsjón með formlegri skýrslugerð og reikningsskilum í samanburði við áætlanir fyrir innri og ytri aðila. Deildarstjóri er Margrét Kristjánsdóttir.
  • Stafrænir innviðir og greiningar hafa umsjón með áætlana- og greiningarverkfærum stofnunarinnar og þróun og rekstri tækniumhverfis. Þá veitir deildin stjórnendum stuðning við greiningar og skýrslugerð og fer með skjala- og gæðamál stofnunarinnar. 

Framkvæmdastjóri sviðsins og fjármálastjóri FSRE er Sólrún Jóna Böðvarsdóttir. Hún er jafnframt staðgengill forstjóra.

Skrifstofa forstjóra

Skrifstofa forstjóra annast sameiginleg málefni sviða FSRE svo sem stefnumótun, þjónustuhönnun, lögfræðileg málefni, samskipti og alþjóðasamstarf. Forstjóri FSRE er Guðrún Ingvarsdóttir.

Eignastýringarráð

Markmið ráðsins er að tryggja fyrir hönd fjármálaráðuneytis að stefna um stýringu fasteigna ríkisins og tengdra réttinda sé skýr á hverjum tíma. Auk þess fylgist ráðið með því að skipulag og starfsemi stofnunarinnar sé til þess fallin að ná árangri í samræmi við stefnu. Ráðið skipa fulltrúar FJR; Sigurður H. Helgason formaður, Guðrún Ögmundsdóttir og Guðmundur Axel Hansen.

Framkvæmdastjórn FSRE: Sigurður Arnar Jónsson, Guðmundur Arason,Guðrún Ingvarsdóttir, Þröstur Söring og Sólrún Jóna Böðvarsdóttir.