Gjaldskrá FSRE 2022

  1. grein

Ráðgjöf sem FSRE veitir í verkefnum sem er áætluð umfram 2 m.kr. skal byggja á skriflegum samningum. Slíkur samningur skal byggja á skilgreindri þjónustu á föstu verði eða áætlun með nánari mati á umfangi verkefnis. 

2. grein

Tímagjald fyrir útselda vinnu starfsmanna FSRE fyrir árið 2022 er sem hér segir: 

Skrifstofufólk 11.000 kr./klst. án vsk
Sérfræðingar 19.300 kr./klst. án vsk
Stjórnendur 21.900 kr./klst. án vsk
   
Virðisaukaskattur leggst ekki á tímagjaldið þar sem FSRE er A-hluta stofnun.

3. grein

Veltutengd grunnþóknun skal vera 0,4% af veltu hverrar framkvæmdar sem FSRE hefur umsjón með. 

4. grein

Gjöld vegna skilamata, skilagreina og skilablaða eru sem hér segir: 

Skilamat 481.000 kr. án vsk.
Skilagrein 267.000 kr. án vsk.
Skilablað 107.000 kr. án vsk.

 5. grein 

Gjald fyrir aðra þjónustu sem FSRE veitir er sem hér segir: 

Ljósritun A4 hvert blað (sv/hv)  50 kr.
Ljósritun A3 hvert blað (sv/hv)  90 kr.
Litaprentun A4 hvert blað 250 kr.
Litaprentun A3 hvert blað 500 kr.
Ef um mikið magn ljósritunar er að ræða er gjaldið sambærilegt við það sem ljósritunarstofur bjóða hverju sinni.
Akstur og dagpeningar greiðast samkvæmt ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar um aksturskostnað ríkisstarfsmanna.

6. grein

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 22. grein laga nr. 84/2001 um skipan opinberra framkvæmda. 

Reykjavík, 8. febrúar 2022

Gjaldskrá 2022 undirrituð