Viðhald aðstöðu
FSRE sinnir viðhaldi eigna ríkisins með kerfisbundnum hætti. Þegar upp koma óvænt viðhaldsverkefni geta leigutakar haft samband og viðeigandi sérfræðingur leysir málið.
Ef málefnið varðar viðhald á eign í umsjón FSRE, vinsamlegast sendið tölvupóst með lýsingu á vandanum á: vidhald@fsre.is
Starfsfólk Leiguþjónustu mun sjá tölvupóstinn og bregðast við.
Vinsamlegast hafið eftirfarandi upplýsingar í póstinum:
- Nafn stofnunar
- Þitt nafn
- Farsímanúmer
- Staðsetningu eignarinnar
- Lýsandi myndir af vandamálinu
Við bregðumst við eins fljótt og auðið er.
Hér má sjá húsnæði í umsjá FSRE.