Húsnæðismál Geðheilsuteymis austur
Um verkefnið
Verkefnið felst í gerð þarfagreiningar/húsrýmisáætlunar, húslýsingar, útboðs, gerð leigusamnings og skilagreinar vegna húsnæðis fyrir Geðheilsuteymi austur sem tilheyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 8 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu, gott aðgengi, þar með talið fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði. Geðheilsuteymi HH austur er þjónustustofnun fyrir almenning. Geðheilsuteymið er 2. stigs geðheilbrigðisþjónusta á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Lykilþættir í starfsemi teymisins eru að það sé þverfaglegt og í nærumhverfi notenda. Því skiptir staðsetning húsnæðisins, það er miðlægt í þjónustusvæði í nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur, miklu máli við staðarval. Teymið sinnir íbúum í eftirfarandi póstnúmerum; 109 Breiðholt, 110 Árbær, 111 Breiðholt, 112 Grafarvogur, 113 Grafarholt og 116 Kjalarnes (ásamt Reykjavík dreifbýli). Seinna mun Mosfellsbær bætast við með 270 Mosfellsbær og 271 Mosfellsbær dreifbýli.
Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 422 fermetrar. Húsnæðið er þjónustuhúsnæði fyrir geðheilbrigðisþjónustu. Æskilegast er að það sé á einni hæð.
Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar.