Dalvegur 18 - Endurbætur á húsnæði fyrir Útlendingastofnun
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 509 0928
- Verkefnastjóri: Ármann Óskar Sigurðsson og Róbert Jónsson
Um verkefnið
Endurbætur á leiguhúsnæði að Dalvegi 18 í Kópavogi fyrir Útlendingastofnun. Umsvif stofnunarinnar hafa aukist verulega á undanförnum misserum og hefur starfsmönnum fjölgað talsvert. Leitað var lausna á árinu 2017 en samkvæmt þarfagreiningu, sem gerð var, þarf stofnunin um 1.200 m2 húsnæði. Gerðar voru kostnaðargreiningar miðað við að stofnuninni yrði komið fyrir í fyrrverandi húsnæði sýslumannsins í Kópavogi við Dalveg. Var það samþykkt af dómsmála- og fjármála- og efnahagsráðuneyti. Húsnæðið er á þremur hæðum, alls um 1.140 m2. Gerðar voru breytingar og endurbætur á húsnæðinu við Dalveg og flutti stofnunin inn 1. desember 2017.
Nánari upplýsingar veita verkefnastjórar.