Hafrannsóknastofnun - nýtt húsnæði fyrir stofnunina
- Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Staða: Öflun húsnæðis
- Verkefnisnúmer: 633 0131
- Verkefnastjóri: Róbert Jónsson og Pétur Bolli Jóhannesson
- Tímaáætlun: Stofnunin flutti inn vorið 2020
Um verkefnið
Verkefnið felst í að finna húsnæði fyrir stofnanirnar Hafrannsóknastofnun og Veiðimálastofnun sem hafa verið sameinaðar. Leigusamningur um nýtt húsnæði fyrir Hafrannsóknastofnun var undirritaður 8. febrúar 2018, fyrsta skóflustungan að nýbyggingunni var tekin í mars 2018 og áætluð verklok eru í desember 2019.
Húsið er risið að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Með nýju húsi og hefur starfsemi Hafrannsóknastofnunar á höfuðborgarsvæðinu nú færst á einn stað. Nýbyggingin er um 4.080 m² skrifstofu- og rannsóknarými. En geymsla, verkstæði og útgerðaraðstaða eru í um 1.440 m² eldri byggingu. Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar hafa nú fengið lægi við Suðurbakkann í Hafnarfjarðarhöfn.
Frá vígsluathöfn húss Hafrannsóknarstofnunar, 5. júní 2020Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson vígði nýja aðstöðu Hafrannsóknarstofnunar 5. júní 2020.