Vinnueftirlitið - nýtt húsnæði
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 608 0125 og 608 0120
- Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir og Ármann Óskar Sigurðsson
- Stærð mannvirkis: 1.598 fermetrar
- Tímaáætlun: Verklok voru í maí 2017
Um verkefnið
Verkefnið fólst í að finna húsnæði til leigu eða kaupa fyrir aðalskrifstofu Vinnueftirlits ríkisins. Niðurstaða húsrýmisáætlunar og þarfagreiningar var að stofnunin þarfnaðist um 1.560 fermetra húsnæðis. Ákveðið var að Ríkiskaup, fyrir hönd FSR og verkkaupa, auglýsti eftir húsnæði fyrir Vinnueftirlitið í febrúar 2016. Auglýst var eftir húsnæði til 25 ára. Fimm tilboð af þeim sem bárust voru skoðuð nánar. Niðurstaða þeirrar skoðunar var að tekið yrði á leigu 7. og 8. hæð hússins að Dvergshöfða 2, ásamt hálfri 2. hæðinni og hluta í kjallara, alls 1.580 fermetrar. Húsnæðið var afhent í maí 2017.
Nýja húsnæðið við Dvergshöfða er nútímalegt og opið skrifstofuhúsnæði. Enginn starfsmaður er með lokaða einkaskrifstofu, en þar er mikið af lokuðum fundarýmum og notalegum næðisrýmum. Áhersla var lögð á að hafa góða starfsmannaaðstöðu og var mikið lagt upp úr góðri hljóðvist og notalegu umhverfi.
Gíslína Guðmundsdóttir, verkefnastjóri FSR, sá um gerð leigusamnings og hafði umsjón með hönnunarferlinu og Ármann Óskar Sigurðsson, verkefnastjóri FSR, sá um eftirfylgni og eftirlit með framkvæmdum.
Verkkaupar voru velferðarráðuneyti, fjármála- og efnahagsráðuneyti og Vinnueftirlit ríkisins.