Bygging 130, Keflavíkurflugvelli - þakviðgerð
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 606 1033
- Verkefnastjóri: Sigurður Norðdahl
Um verkefnið
Framkvæmdasýslan hefur annast umsjón og eftirlit við endurbætur á raflögnum í byggingum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Sjö áföngum er nú lokið. Einnig er unnið að ýmsum öðrum endurbótum í byggingum og mannvirkjum á svæðinu.
Á árinu 2017 var lokið við þakendurnýjun, viðgerðir og málun útveggja og breytingar innanhúss í byggingu nr. 130. Ráðgjafar verksins voru Rafmiðstöðin ehf., Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar ehf., Lagnatækni ehf. og VSB Verkfræðistofa ehf. Byggingin er stjórnstöð samþætts loftvarnakerfis NATO hér á landi.