FSRE

Valmynd


  • Byggingar
  • Jarðir og auðlindir
  • Verkefni í þróun

Ofanflóðavarnir Ísafirði - Kubbi

  • Verkkaupi: Stofnanir
  • Staða: Framkvæmd lokið
  • Verkefnisnúmer: 633 1718
  • Verkefnastjóri: Hafsteinn Steinarsson
  • Tímaáætlun: Verklok voru haustið 2018
  • Borað fyrir festingum snjóflóðagrinda í hlíðum fjallsins Kubba. Ljósmynd: Hafsteinn Steinarsson, verkefnastjóri FSR.
  • Kubbi

Um verkefnið

Verkið fólst í að setja upp stoðvirki úr stáli (e. snow bridges), einnig kallaðar stálgrindur eða grindur, til snjóflóðavarna á upptakasvæðum snjóflóða í Bröttuhlíð í Kubba ofan Holtahverfis á Ísafirði. 

Framleiðsla (hönnun og smíði) stoðvirkja var boðin út sérstaklega. Verksali hönnunar og framleiðsluefnis var Mair Wilfried GmbH. Verkkaupi lagði til efni til verksins, til uppbyggingar á stálgrindum samkvæmt samningi við efnissala. 
Komið var fyrir um 1.900 metrum af stálgrindum en hæð þeirra, mælt þvert á halla fjallshlíðar (Dk), er 3,0 m, 3,5 m og 4,0 m. Lagður var vegur upp að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði vorið 2016. Uppsetning stoðvirkjanna var boðin út og samið var við lægstbjóðanda í uppsetningu stoðvirkja, ÍAV hf. Unnið var að aðstöðusköpun á árinu 2016 og að borun og grautun sumarið 2017. Lokaúttekt með uppsetningarverktaka, ÍAV hf., og verkefnastjóra FSR fór fram 8. nóvember 2018.

  • Verkkaupi: Ísafjarðarbær
  • Umsjón og eftirlit verkkaupa: Framkvæmdasýsla ríkisins, Hafsteinn Steinarsson verkefnastjóri. Daglegt eftirlit, Sveinn D K Lyngmo hjá Tækniþjónustu Vestfjarða
  • Frumhönnun: Swiss Federal Institude for Forest, Snow and Landscape Research Wsl., Stefan Margreth
  • Verkhönnun: Verkís hf. verkfræðistofa
  • Verktaki: ÍAV hf., Oliver Claxton verkefnastjóri, Ágúst Ólafsson yfirverkstjóri
  • Efnissali: Mair Wilfried GmbH, St. Lorenzen, Ítalíu, og Ferro Zink hf., Akureyri

 


Aðalvalmynd

  • Leiguþjónusta
    • Viðhald aðstöðu
    • Breytingar á aðstöðu
    • Þjónusta leigusala
  • Eignasafn og þróun
    • Byggingar
    • Jarðir og auðlindir
    • Verkefni í þróun
  • Útboð og sala
    • Auglýsingar
    • Örútboð
    • Opnun tilboða
    • Niðurstöður útboða
    • Sala og leiga
    • Samkeppnir
    • Markaðskönnun
    • Kaup á leigulóð
  • Um okkur
    • Hlutverk
    • Skipurit
    • Fréttalisti
    • Starfsfólk
    • Reikningar
    • Gjaldskrá
    • Lög og reglugerðir
    • Viðmið
    • Útgefið efni
  • English

Leita á vefnum


FSRE

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir

Borgartúni 7a, 105 Reykjavík
Kt.: 510391-2259

Afgreiðslutímar

  • Mánudaga - fimmtudaga 9:00 - 15:00
  • Föstudaga 9:00 - 14:00

Hafa samband

520 5600
fsre@fsre.is

  • Starfsfólk
  • Laus störf
  • Gjaldskrá