Heilsugæslan Mývatnssveit
- Verkkaupi: Velferðarráðuneytið
- Staða: Framkvæmd lokið
- Verkefnisnúmer: 608 9630
- Verkefnastjóri: Gíslína Guðmundsdóttir og Sigurður Hlöðversson
- Tímaáætlun: Frá september 2015 til júlí 2016
Um verkefnið
Heilsugæslan Reykjahlíð þjónar grunnheilsugæslu í um 400 manna byggðarlagi allan ársins hring. Heilsugæslan þjónar einnig þeim fjölmörgu ferðamönnum sem heimsækja svæðið. Í húsnæði heilsugæslustöðvarinnar er aðstaða fyrir hjúkrunarfræðing, ljósmóður, sálfræðing, iðjuþjálfa, lækni, sjúkraliða, ritara og sjúkraþjálfara. Lyfjaafgreiðsla eða apótek er í húsnæðinu. Heilsugæslustöðin er hluti af Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN).
Nýtt húsnæði heilsugæslunnar er bylting í aðstöðu heilbrigðisstarfsfólks og íbúa í Mývatnssveit en heilsugæslan leysir af gamalt íbúðarhús þar sem heilsugæslan hafði verið til húsa frá 1984. Við þessa breytingu flyst sjúkraþjálfun inn í nýju heilsugæsluna og er það framför í þjónustu við íbúa.