Arnarhvoll, innanhússbreytingar, 1. áfangi, 3. hæð vesturhluti, auk lyftu og snyrtikjarna
- Verkkaupi: Fjármála- og efnahagsráðuneytið
- Staða: Verkefni lokið
- Verkefnisnúmer: 509 0923
- Verkefnastjóri: Á stigi frumathugunar: Bjargey Björvinsdóttir. Á stigi áætlunargerðar: Gíslína Guðmundsdóttir. Á stigi verklegrar framkvæmdar: Ívar Már Markússon og Guðbjartur Á. Ólafsson
Um verkefnið
Verkefninu er lokið. Það fólst í endurgerð innanhúss á skrifstofuhúsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Arnarhvoli, við Ingólfsstræti í Reykjavík. Um var að ræða endurgerð vesturhluta þriðju hæðar, auk lyftu og snyrtikjarna hússins sem unnar voru á árunum 2014 til 2015.Frumathugun
Ástand Arnarhvols innanhúss var orðið slæmt og stóðst húsnæðið ekki þær kröfur sem gerðar eru til skrifstofuhúsnæðis í dag. Skipulag innanhúss var ekki sniðið að starfsemi þeirri sem í húsinu er. Nauðsynlegt var að afmarka betur það svæði sem gestir koma inn á með því að hafa fundarherbergi í tengslum við móttökusvæði. Markmiðið var einnig að auka skilvirkni húsnæðisins með breyttri niðurröðun rýma og aukinni samnýtingu þeirra. Innra skipulag bar þess vott að lítil svæði hafi verið endurnýjuð í einu og heildaryfirbragðið leið fyrir það. Í húsinu var að finna innréttingar og húsgögn frá mörgum tímabilum og lítið sem ekkert samræmi var í loftafrágangi og gólfefnum. Húsið var ekki aðgengilegt hreyfihömluðum, engin lyfta var í húsinu og gólfþröskuldar í mörgum hurðargötum.Brunavörnum var ábótavant, enda var húsið ekki brunahannað miðað við kröfur nútímans. Þetta á einnig við innra skipulag, svo sem flóttaleiðir og eldvarnar- og öryggisbúnað sem var ófullnægjandi miðað við staðla og reglugerðir.
Pottur var brotinn í öryggis- og aðgangsstýringarmálum, aðgengi óviðkomandi inn í húsið var of auðvelt og engir óeirðagluggar voru á jarðhæð, svo dæmi séu nefnd.
Vatns- og hitalagnir þörfnuðust endurnýjunar, pottofnar voru stíflaðir og nýting á flestum ofnum ekki nema um 50%. Endurhanna þurfti rafkerfi hússins sem var orðið úrelt. Rafkerfið var yfirlestað, allt of fáar greinar voru til staðar og aðskilja þurfti smáspennu og riðstraum. Við uppstokkun á innra skipulagi voru allar fjarskiptalagnir fjarlægðar af veggjum og útfærðar upp á nýtt miðað við nýja tækni. Lýsing í loftum var endurhönnuð. Engin vélræn loftræsting (umfram útsog af salernum) var í húsinu og ekki náðist að knýja fram fullnægjandi loftskipti í gegnum opnanleg gluggafög þannig að á sumrin var of heitt í húsinu. Skjalageymslur voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir, innan þeirra voru til dæmis vatnslagnir.
Áætlunargerð
Fjármála- og efnahagsráðuneytið heimilaði sumarið 2013 að hefja mætti áætlunargerð fyrir umrædda framkvæmd. Ákveðið var að miða áætlunargerð endurbóta og breytinga innanhúss við áfangaskipta framkvæmd til að minnka umfang og rask í húsinu. Í fyrsta áfanga innanhússframkvæmda, sem hér er gerð grein fyrir, er tekin fyrir efsta hæð, 3. hæð, í vesturhluta hússins, svokallaður ráðherragangur, ásamt snyrtikjörnum allra hæða. Í þeim áfanga er einnig sett upp lyfta í húsinu.Gláma·Kímarkitektar, sem unnið höfðu frumathugun fyrir ráðuneytið, voru fengnir til verkefnisins enda var umfang þess undir útboðsmörkum þjónustu. Seinna var ákveðið að einnig yrðu fegnir til verkefnisins þeir verkfræðingar sem unnið höfðu ástandskönnun hússins og verkhönnun endurbóta, það er EFLA verkfræðistofa.
Ráðgjafar sem unnu við verkefnið voru Gláma·Kím arkitektar ehf. og EFLA verkfræðistofa hf.
Verkleg framkvæmd
Tilboð voru opnuð 16. september 2014. Þann 14. október 2014 var tilboði Sérverks ehf. að fjárhæð 108.114.800 kr. með vsk. tekið, sem var 87,14%af kostnaðaráætlun. Lokaúttekt fór fram 30. apríl 2015 og ábyrgðarúttekt 12.desember 2016.Skilamat
Skilamat um Arnarhvol, innanhússbreytingar, 1. áfangi, 3. hæð vesturhluti, auk lyftu og snyrtikjarna, var unnið samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda. Framkvæmdirnar voru unnar á árunum 2014 til 2015. Skilamatið og önnur útgefin skilamöt/skilagreinar/skilablöð má finna á vef FSR undir Útgefið efni.