Svefnskálar á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar

Útboð nr. 21159

Bygging svefnskála á öryggissævði Keflavíkurflugvallar.

Áframhaldandi uppbygging svefnaðstöðu á öryggissvæði Keflavíkurflugvalllar. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur öryggissvæðanna í umboði utanríkisráðuneytis. Verkefnið felst í byggingu tveggja svefnskála með samtals 50 svefnplássum ásamt stoðrýmum.

Skálarnir verða staðsettir samkvæmt deiliskipulagsskilmálum fyrir reiti nr. 9 og 11 við Þjóðbraut á Keflavíkurflugvelli. Svefnskálarnir verða í daglegum rekstri Landhelgisgæslunnar.

Svefnskálarnir eru ætlaðir erlendum liðsafla sem dvelur tímabundið á Íslandi. Þeir eru brýn viðbót við skála sem þegar eru á öryggissvæðinu. Til stendur að fjölga svefnplássum í 300 talsins fram til ársins 2024.

Alútboð vegna svefnskálanna var auglýst í maí 2020. Alútboðsgögn voru afhent 3. júní, en skilafrestur tilboða rann út 18. september. Fjórir verktakar voru valdir til þátttöku í alútboðinu og bárust tilboð frá þeim öllum, það lægsta frá Alverki ehf. Var tilboði fyrirtækisins tekið og samningur þar að lútandi undirritaður í október 2020.

Áætlað er að svefnskálarnir verði teknir í notkun í desember 2021. 

Alls bárust fjögur tilboð í verkið, Niðurstaða útboðs liggur fyrir.

Röð Bjóðandi Tilboð við opnun % af áætlun
1 Alverk ehf. kr. 472.818.030 119,7%
2 Eykt ehf. kr. 506.800.000 128,3%
3 Íslenskir aðaverktakar hf. kr. 553.412.858 140,1%
4 Húsheild ehf. kr. 685.706.446 173,6%
       
  Kostnaðaráætlun FSR kr. 395.000.000 100,00%

Framkvæmdasýsla ríkisins tilkynnti bjóðendum með tölvupósti þann 30. september 2020 að ákveðið hefði verið að velja tilboð Alverks ehf.

 

Verknúmer: 606 1038

Útboðsnúmer: 21159

Dagsetning ákvörðunar: 30.9.2020