Geðheilsuteymi HFF í Reykjanesbæ - leiguhúsnæði

Staðsetning húsnæðis skiptir miklu máli, þ.e. að húsnæðið sé miðlægt í þjónustusvæði og í nálægð við helstu stofnbrautir og almenningssamgöngur.

Húsrýmisþörf stofnunarinnar er áætluð um 460 fermetrar. Æskilegt er að það sé á einni hæð.

Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á www.utbodsvefur.is mánudaginn, 26. september 2022.

Við mat á hagkvæmni tilboða verður m.a. tekið tillit til leiguverðs, stærð húss og skipulags þess út frá fyrirhugaðri starfsemi, öryggi, afhendingatíma, staðsetningu, aðkomu og bílastæðum.

Fyrirspurnir varðandi verkefnið Geðheilsuteymi HSS skulu sendar á netfangið leiguhusnaedi@fsre.is

Fyrirspurnarfrestur rennur út 30. september 2022 en svarfrestur er til og með 5. október 2022.

Leigutilboð skal senda á leiguhusnaedi@fsre.is , eigi síðar en kl. 13:00 fimmtudaginn 27. október 2022.

Merkja skal tilboðin; nr. 220920 Geðheilsuteymi - Leiguhúsnæði.

Leiga á grundvelli þessarar auglýsingar er undanskilin lögum um opinber innkaup nr. 20/2016, sbr. a. lið 1. mgr. 11. gr.

Útboðsnúmer: 220920

Fyrirspurnarfrestur: 30.9.2022

Opnun tilboða: 27.10.2022