ÚTBOÐ – Stjórnsýsluhúsið Vestmannaeyjum – Viðgerðir utanhúss

Örútboð nr. 251 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna viðgerða utanhúss við stjórnsýsluhúsið í Vestmannaeyjum. Um er að ræða endurbætur á klæðningum utanhúss, gluggaskipti að hluta, málun glugga og almennar viðgerðir.

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík,  fimmtudaginn 14. júní 2018 kl. 14.00.