ÚTBOÐ – Laugavegur 166 - Glerskipti

Örútboð nr. 256 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna verksins: Laugavegur 166 – glerskipti. Verkið felst í að skipta um gler á austur- og suðurhlið hússins við Laugaveg 166.


Helstu magntölur eru:

Glerskipti með hljóð- og sólvarnargleri í gluggum 1.-3. hæðar .... 94 m2
Glerskipti með sólvarnargleri í gluggum 4. og 5. hæðar .... 113 m2
Glerskipti með hljóð- og sólvarnargleri í opnanleg fög í gluggum 1.-3. hæðar  .... 17 m2
Glerskipti með sólvarnargleri í opnanleg fög í gluggum 4. og 5. hæðar .... 28 m2
Þéttilistar fræstir í rauf .... 114 m
Endurnýjun fremri hluta gluggakarms .... 20 m

 

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 26. júní 2018 kl. 14.00.