ÚTBOÐ – Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – Endurnýjun þaks

Örútboð nr. 240 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar þaks við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Verkið felst í að skipta um þakklæðningu, þakpappa, flasningar, þakkjöl, skipta út núverandi þaktúðum, pappaleggja þakrennur o.fl. Þakviðir er nokkuð illa farnir og gert er ráð fyrir að þurfi að stóla þakið upp að nýju að mestu leyti.

Stærð þaks er u.þ.b. 710 m².

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is.

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík,  mánudaginn 26. febrúar 2018 kl. 14.00.