Örútboð nr. 309 – Háskólinn Akureyri – þakviðhald

Örútboð nr. 309 – Þjónusta iðnmeistara

Númer: 309

Örútboð nr. 309 innan rammasamnings 15721 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna þakviðhalds á Háskólanum Akureyri. Verkið felst í að endurnýja þarf þök á bæði I og J byggingum við Háskólann á Akureyri. Um er að ræða annars vegar gamalt einhalla þak með tjörupappa ca. 250 m² og hins vegar hellulagt móthallaþak ca. 320 m². Endanlegt yfirborð þakanna verður tvöfalt lag af bræddum tjörupappa. Einnig þarf að endurnýja rennur og niðurföll auk þakflata á tengibyggingum húsanna.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, föstudaginn, 12. júní kl. 14:00