Örútboð 321 – Vogabraut 4, Akranesi - Utanhússviðgerðir
Númer: 321
Útboð – Vogabraut 4, Akranesi - Utanhússviðgerðir
Örútboð nr. 321 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara
Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna utanhússviðgerða að Vogabraut 4, Akranesi sem er heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands. Verkið felst í m.a. endurnýjun á þaki, múr- og steypuviðgerðum útveggja, málun o.fl. Verkið getur ekki hafist fyrr en eftir 21. maí 2021.
Verklok eru 1. okt. 2021.
Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is
Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 16. feb. 2021, kl. 14:15