Örútboð 302 – Árvegur, HSU Selfossi – viðhaldsframkvæmdir

Örútboð 302 – Þjónusta iðnmeistara

Númer: 302

Ríkiseignir óska eftir iðnmeistara til að taka þátt í örútboði vegna Árvegs, HSU Selfossi - viðhaldsframkvæmdir.

Verkið felst í viðgerðum og endurbótum á eldri hluta hússins og viðbyggingu. Um er að ræða 3-4 hæða steinsteyptar byggingar sem eru álklæddar með kassettu klæðningu sem veðurhlíf á efri hæðum en með múrkerfi og/eða múrhúð á kjallaraveggjum. Meðal helstu verkþátta verkefnisins eru endurnýjun á öllu gleri í eldri hluta hússins (timburgluggar) ásamt breytingu á opnanlegum fögum þar sem núverandi opnanleg fög verða endurnýjuð með breyttri útfærslu, staðsetningu og stærð. Framkvæma skal múr- og steypuviðgerðir á steinsteyptum flötum, bæði á eldri hluta hússins og viðbyggingu.

Framkvæmdum skal lokið 1. apríl 2021.

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, föstudaginn, 23. okt. 2020, kl.14:00