Örútboð 297 – Sjúkrahúsið Ísafirði - Slysadeild

Örútboð 297 – Þjónusta iðnmeistara

Númer: 297

Örútboð nr. 297 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna breytinga við sjúkrahúsið á Ísafirði.

Verkið felst í breytingum á slysadeild sjúkrahússins. Vinnusvæðið nær yfir þrjú herbergi deildarinnar og gang sem er inn af aðkomu sjúkrabíla. Fjarlægja þarf hluta núverandi timburveggja, innréttingar, innihurðir, loftakerfi, gólfefni, gólfílögn, hreinlætistæki og fleira. Flota skal að nýju öll gólf, reisa nýja milliveggi, með annarri staðsetningu en þeir sem fyrir eru, og setja upp nýtt kerfisloft. Þá skal einnig mála alla veggi deildarinnar.

Verklok eru 1. mars 2021

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, miðvikudaginn, 25. nóv. 2020 kl. 14.00.