Sverrir fangar svipi gesta Hegningarhússins
Myndir af 24 karlmönnum í bogadregnum gluggum Hegningarhússins hafa vakið athygli vegfarenda um Skólavörðustíg undanfarnar vikur.
Myndir af 24 karlmönnum í bogadregnum gluggum Hegningarhússins hafa vakið athygli vegfarenda um Skólavörðustíg undanfarnar vikur. Myndirnar eru andlitsmyndir af mönnum sem ófrjálsir gistu Hegningarhúsið á árum áður.
Sverrir Björnsson myndlistarmaður er ábyrgur fyrir sýningunni sem ber nafnið „Ljós í Steini“.
„Ég hef gengið framhjá Hegningarhúsinu reglulega undanfarna mánuði og heillaðist af þessum bogagdregnu gluggum. Mér fannst synd að í gluggunum væru gulnuð dagblöð. Bogadregnu formin minna á kirkjuglugga, svo að mér datt í hug að fallegt væri að setja í þá myndir sem minntu á steint gler.“
Sverri fannnst viðeigandi að fyrrum gestir hússins fengju að prýða gluggana og hafði samband við Minjavernd og fékk leyfi til að setja upp verkið/sýninguna.
„Að því búnu talaði ég við Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu – félags fanga og Þráinn Faresveit formann Verndar. Þeir auglýstu eftir þátttakendum, sem sendu mér myndir sem ég teiknaði portrettana eftir. Það vildu fleiri taka þátt en komast fyrir, en rúðurnar í gluggunum fjórum eru alls 24.“
Nöfn mannanna í gluggunum eru ekki hluti af verkinu, en þó má þekkja þrjá menn sem alþjóð veit að hafi gist húsið. Eru það Sævar heitinn Ciesielski, Lalli Johns og Herbert Guðmundsson, sem samdi slagarann ódauðlega „Can‘t Walk Away“ í hinu rammbyggða húsi við Skólavörðustíginn.
Sýningin verður í gluggum Hegningarhússins áfram, en ekki er vitað hversu löng afplánun hennar verður.