Útboð - Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum - breytingar

Örútboð 344 – Þjónusta iðnmeistara

Örútboð nr. 344 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna breytinga á húsi Sýslumannsins í Vestmannaeyjum.

Verkið felst í endurbótum á 1. og 2. hæð Stjórnsýsluhússins í Vestmannaeyjum sem nýttar eru af Sýslumanninum. Að innan verður fjarlægt allt naglfast og öll efni af gólfum og veggjum, nema í stigahúsi þar verður haldið í hluta loftaklæðningar. Sett verður upp nýtt eldhús á jarðhæð og kaffikrókur á 2. hæð. Allar innréttingar, lofta - og gólfefni endurnýjuð. Aðgengi- bruna og hljóðvistamál eru færð að kröfum nútímans en haldið í yfirbragð hússins frá fyrri tíma.

Verkið er boðið út í einni heild en skipt upp í tvo áfanga.

Verklok 30. nóv. 2022

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@fsre.is

Tilboð verða opnuð, þriðjudaginn 12. júlí 2022 kl. 14.00.