Örútboð 348 - Sölvhólsgata 4 - endurnýjun glugga o.fl.

FSRE óska eftir iðnmeisturum innan rammasamnings 21201 til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjun glugga við Sölvhólsgötu 4.

Númer: 348

Verkið felst í að endurnýja glugga á Suðurbyggingu við Sölvhólsgötu 4 í Reykjavík sem hýsir Menntamálaráðuneyti Íslands. Fyrirhugaðar framkvæmdir taka á endurnýjun glugga á 1. og 2. hæð Suðurbyggingar. Verkefnið snýr að endurnýjun glugga á austur og vesturhlið, smávægilegum múr- og steypuviðgerðum í gluggagötum.

Verklok eru 1. október 2022.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@fsre.is

Tilboð verða opnuð, þriðjudaginn 10. maí 2022 kl. 14.00.