Örútboð 339 – Skuggasund 1 – Svalagluggar og svalir

Númer: 339

Örútboð nr. 339 innan rammasamnings 21201 – Þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna svalaglugga og svala við Skuggasund 1, sem nú hýsir Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Verkið felst í að endurnýja suðurhlið 5. hæðar. Í stað timburgrindar koma stálstoðir sem ná upp í mæni og því þarf að endurnýja þakkantinn, bæði læsta álklæðningu og burðargrind.

Helstu stærðir eru: 

  • Endurnýjun suðurhliðar 5. hæðar:           62 m²
  • Endurnýjun þakkants suðurhliðar:           26 m²
  • Endurnýjun ytra byrðis þaksvala:            42 m²

Verkinu skal skila fullfrágengnu að öðru leyti en því að málun innanhúss og viðgerð á parketgólfum verður undanskilin. Verkið skal unnið í samræmi við fyrirliggjandi teikningar og verklýsingar.

Bjóðendum er boðið til vettvangsskoðunar, 13. ágúst 2021, kl. 11:00 að Skuggasundi 1. Þeir sem áhuga hafa á að mæta í vettvangsskoðun skulu tilkynna þátttöku á netfangið: kristbjorn.thor.thorbjornsson@rfs.is

Verklok eru 30. nóvember 2021

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, þriðjudaginn 24. ágúst 2021 kl. 14.00.