Örútboð 325 - Sólhlíð 20, Vestmannaeyjum – þak á heilsugæslu

Númer: 325

Örútboð nr. 325 innan rammasamnings 21201 – þjónusta iðnmeistara

Ríkiseignir óska eftir iðnmeisturum til að taka þátt í örútboði vegna endurnýjunar á þaki heilsugæslunnar við Sólhlíð 20, Vestmannaeyjum.

Verkið felst í að endurnýja hluta þaks á heilsugæslunni að Sólhlíð 20. Fjarlægja skal núverandi efni af flötu þaki tengibyggingar, opna gafla og klæða að nýju og setja nýtt efni á flata þakið, sem verður klætt asfaltpappa, einangrað og fergjað með hellum ca. 120 m2.

Verklok eru 16. júní 2021.

Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.

Þeir rammasamningshafar sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á utbod@rikiseignir.is

Tilboð verða opnuð hjá Ríkiseignum, Borgartúni 7a, 105 Reykjavík, fimmtudaginn, 18. mars 2021, kl. 14.00.