FSRE: Fagfólk í hverju horni

Alls starfa 59 starfsmenn hjá Framkvæmdasýslu - Ríkiseignum. Allt starfsfólk hefur sérþekkingu á einhverju sviði þróunar og rekstrar fasteigna.

Þannig eru sérfræðingar í hjúkrunarheimilum, framhaldsskólum, heilsugæslum, aðstöðu á vinsælum ferðamannastöðum, auk þess sem við höfum á að skipa hópi sem sérhæfir sig í mótun skrifstofuhúsnæðis ríkisaðila.

Þá starfa hjá stofnuninni sérfræðingar í landupplýsingum, í viðhaldi eigna, útleigumálum og auðvitað í umsjón á byggingaframkvæmdum.

FSRE meðal stærstu verkkaupa á verktakamarkaði landsins. FSRE er jafnframt stór viðskiptavinur hjá arkitekta- verkfræði- og hönnunarstofum, öll endanleg hönnun verkefna fer fram utan FSRE.

Starfsfólk